Adam Örn Arnarson hefur skrifað undir samning við Leikni sem leikur í næst efstu deild hér heima.
Þetta staðfesti Leiknir í kvöld en um er að ræða fyrrum atvinnumann sem var áður á mála hjá Fram.
Adam var ekki í lykilhlutverki hjá Fram á þessu tímabili og fékk leyfi til að snúa aftur til Leiknis þar sem hann lék 2022 á láni.
Adam átti fínan feril í atvinnumennsku en hann var atvinnumaður í átta ár og lék með liðum eins og Nordsjælland, Aalesund og Tromso.
Hægri bakvörðurinn á að baki einn landsleik fyrir Ísland sem kom árið 2017.