Fulham er það félag sem rukkar langmest fyrir ársmiða fyrir komandi tímabil í ensku úrvalsdeildinni.
Þetta kemur fram í enskum miðlum en Fulham rukkar sína stuðningsmenn um þrjú þúsund pund fyrir ársmiða sem eru um 490 þúsund krónur.
Efstu fjögur sætin eru í eigu liða frá London en Manchester City er í fimmta sætinu og þar á eftir koma Bournemouth og Manchester United.
Þau lið rukka hins vegar töluvert lægra en Fulham sem er í raun í sérflokki þegar kemur að verðmiðanum.
Burnley situr á botninum og rukkar aðeins 525 pund en listann í heild sinni má sjá hér