fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
433Sport

Sambandinu sagt vera lokið eftir að hann hafnaði bónorði hennar – ,,Gatlið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldurinn Connie Grace hefur tjáð sig um þær sögusagnir sem hafa verið á kreiki undanfarið.

Grace hefur verið mikið í umræðunni en hún var í sambandi með Cole Palmer og er talið að því sambandi sé lokið.

Palmer er leikmaður Chelsea á Englandi og var fjallað um að hann hafi hafnað bónorði kærustu sinnar sem varð til þess að þau hættu saman.

Grace harðneitar þessum sögusögnum en hún birti Instagram myndband og hafði þetta að segja.

,,Ekki trúa öllu sem þið lesið á netinu. Það sem fólk lýgur um til að fá klikk eða ‘like’ er svo sorglegt,“ sagði Grace.

,,Það er galið hversu mikið áreiti ég hef fengið frá fullorðnum mönnum síðasta sólahringinn.“

,,Nei ég hef aldrei beðið neinn um að giftast mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt