Kylian Mbappe er að skipta um númer hjá Real Madrid eftir að hafa klæðst níunni á síðustu leiktíð.
Frá þessu greinir Marca en Mbappe átti fínasta tímabil í vetur eftir að hafa komið frá Paris Saint-Germain.
Mbappe er hrifinn af tíunni í Madríd og er útlit fyrir það að hann taki það númer fyrir komandi átök í vetur.
Númerið er laust eftir að Luka Modric yfirgaf Real fyrir Ítaliu en hann hafði leikið með félaginu í mörg ár.
Hver tekur við níunni er ekki vitað en það gæti mögulega endað hjá nýjum leikmanni Real sé hann keyptur í sumar.