Það er óhætt að segja að ný treyja Forest Green sé að fá hörð viðbrögð en um er að ræða lið í fimmtu efstu deild Englands.
Forest Green féll úr fjórðu efstu deild í vetur en liðið er nokkuð þekkt fyrir það að taka sénsa þegar kemur að treyjum.
Liðið leikur í grænum eða skærgrænum búningum en nýjasta útfærslan hefur fengið mikið skítkast.
Margir eru sammála um að treyjan sé hreint út sagt forljót en varabúningurinn er í sama stíl nema bleikur.
Sumir fara svo langt og segja að þetta sé ljótasta treyja sem gefin hefur verið út og er kannski erfitt að vera ósammála því.
Mynd af henni má sjá hér.