KA er í góðum málum í Sambandsdeildinni en liðið spilaði við Silkeborg frá Danmörku í kvöld.
Leikið var á útivelli en flestir bjuggust við þægilegum sigri Silkeborg en það varð alls ekki raunin í leiknum.
Silkeborg komst yfir á 38. mínútu en Callum McCowatt sá um að koma knettinum í netið fyrir heimamenn.
KA tókst að jafna undir lok leiks en það var að sjálfsögðu Hallgrímur Mar Steingrímsson sem skoraði og á 91. mínútu.
Frábær úrslit hjá KA sem á seinni leikinn eftir á sínum heimavelli og er útlitið alls ekki svart.