Blaðamaðurinn Rahman Osman greinir frá því að Nicolas Jackson sé nú þegar búinn að hafna tveimur félögum í sumar.
Osman nafngreinir þessi félög en það eru Napoli og AC Milan en þau spila bæði í efstu deild á Ítalíu.
Jackson er samningsbundinn Chelsea en virðist vera búinn að missa sæti sitt sem aðalframherji félagsins.
Joao Pedro kom frá Brighton í sumar og þá var Liam Delap einnig keyptur frá ÞIpswich.
Osman spyr sig hvort Jackson hafi það í sér að hafna United og bætir við að viðræður séu farnar af stað vegna leikmannsins.