Barcelona gæti þurft að bíða til ársins 2026 til að nota heimavöll sinn Nou Camp sem er einn sá frægasti í Evrópu.
Það er verið að gera upp þennan goðsagnarkennda völl en Barcelona hafði gert sér vonir um að nota hann á ný á þessu ári.
Útlit er fyrir að liðið muni spila fyrri hluta tímabilsins á Estadi Olimpic Lluis vellinum en AS greinir frá.
Völlurinn átti upphaflega að opna þann 10. ágúst næstkomandi en ljóst er að ekkert verður úr þeim plönum.
Ef allt fer á versta veg þá verður völlurinn nothæfur í byrjun 2026 sem eru ekki góðar fréttir fyrir spænska stórliðið.