Cesc Fabregas útilokar ekki að Lionel Messi muni spila með Como áður en ferli goðsagnarinnar lýkur.
Fabregas og Messi eru góðir vinir en þeir voru saman hjá Barcelona um tíma og þekkjast mjög vel.
Messi spilar í dag í Bandaríkjunum og styttist í að hann leggi skóna á hilluna en Fabregas er þjálfari Como.
Fabregas segir að hann geti útilokað að Messi semji við félagið en möguleiki er á að það gerist fyrir HM 2026 svo hann geti haldið sér í leikformi.
,,Aldrei segja aldrei. Messi heimsótti heimili mitt í sumarfríinu en hann var hérna að hitta vini og við erum vinir,“ sagði Fabregas.