Hugo Ekitike er genginn í raðir Liverpool en hann kemur til félagsins frá Frankfurt í Þýskalandi.
Ekitike borgar um 80 milljónir punda fyrir leikmanninn sem mun leiða sóknarlínuna næsta vetur.
Félagaskiptin hafa legið í loftinu undanfarnar vikur en Liverpool hefur nú staðfest skiptin.
Ekitike er 23 ára gamall en hann skrifar undir sex ára samning við enska félagið.
Þetta gæti þýtt að Darwin Nunez sé á förum en hann er orðaður við nokkur félög þessa dagana.