fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
433Sport

De Bruyne byrjar ekki vel á Ítalíu

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 23. júlí 2025 15:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin de Bruyne upplifði ansi slæman fyrsta leik sem leikmaður Napoli en hann gekk í raðir félagsins í sumar.

De Bruyne er talinn einn besti miðjumaður i sögu ensku úrvalsdeildarinnar en hann er 34 ára gamall í dag.

De Bruyne var í byrjunarliði Napoli í gær sem lék við lið Arezzo og tefldi fram nokkuð sterku liði í viðureigninni.

Belginn spilaði fyrri hálfleikinn en Arezzo kom öllum á óvart og vann 2-0 sigur – um er að ræða félag í þriðju efstu deild.

De Bruyne spilaði aðeins fyrri hálfleikinn í viðureigninni en fyrra mark Arezzo var skorað úr vítaspyrnu í þeim hálfleik og það seinna undir lok leiks.

Miðjumaðurinn er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Manchester City en gekk í raðir Napoli á frjálsri sölu í sumar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt