Marcus Rashford hefur skrifað undir samning við lið Barcelona og mun spila með félaginu út tímabilið.
Barcelona hefur staðfest komu leikmannsins en hann gerir lánssamning við félagið út tímabilið.
Börsungar geta keypt Rashford næsta sumar en þyrfti þá að borga 30 milljóir evra fyrir Englendinginn.
Rashford er á mála hjá Manchester United en hann tekur á sig 15 prósent launalækkun til að komast til Börsunga.
Hann var lengi einn mikilvægasti leikmaður United en er ekki inni í myndinni hjá Ruben Amorim sem tók við í nóvember.
📞 „Yeah… It’s official.“
Rashford follows in Lineker’s footsteps. pic.twitter.com/ZvbnDAtbax— FC Barcelona (@FCBarcelona) July 23, 2025