IShowSpeed er einhver sem margir eru farnir að kannast við en hann er einn sá frægasti á samskiptamiðlum í dag.
Speed er búinn að kynnast mörgum fótboltamönnum undanfarin ár en hann er mikill aðdáandi Cristiano Ronaldo og fer ekki leynt með það.
Hann ákvað ásamt Paul Pogba að hringja í goðsögnina Zlatan Ibrahimovic sem hefur í dag lagt skóna á hilluna.
Zlatan lét strákinn heyra það í þessu símtali þar sem Speed svaraði ekki skilaboðum goðsagnarinnar á Instagram.
,,Ég mun berja hann engar áhyggjur,“ sagði Zlatan við Pogba léttur og bætti við að Speed væri orðinn alltof hrokafullur.
Speed afsakaði sig og sagðist ekki hafa séð skilaboðin en þetta má sjá hér.
🚨| WATCH: Paul Pogba just called Zlatan Ibrahimović, and Zlatan confronted Speed for ignoring his DMs on Instagram 😭😭🤣 pic.twitter.com/zCsvBfFQR1
— Speedy HQ (@IShowSpeedHQ) July 20, 2025