Stuðningsmenn Arsenal eru sannfærðir um það að Riccardo Calafiori hafi gefið mikið í skyn í nýrri mynd sem birtist í gær.
Arsenal birti þar nýja varatreyju sína fyrir komandi tímabil en það var gert í samstarfi við Adidas.
Calafiori faldi andlit sitt á myndinni og bjó til einhvers konar grímu sem er einmitt fagn Viktor Gyokores.
Gyokores er sterklega orðaður við Arsenal í dag en félagið hefur elst við hann í allt sumar.
Svíinn spilar með Sporting Lisbon en það hefur gengið erfiðlega að ná samkomulagi við portúgalska félagið hingað til.
Greint var frá því fyrr í dag að samkomulag væri að nást og ljóst að Calafiori hafði rétt fyrir sér ef planið var að gefa skiptin í skyn.