Rafinha, fyrrum leikmaður Bayern Munchen, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna 39 ára gamall.
Þetta hefur leikmaðurinn staðfest en Rafinha gerði garðinn frægan með Bayern frá 2011 til 2019.
Hann er Brasilíumaður og lék fjóra landsleiki á sínum tima þar en sá síðasti var spilaður árið 2017.
Rafinha átti góðan feril sem varnarmaður en hann spilaði 735 félagsleiki og skoraði í þeim 24 mörk.
Hann hefur undanfarin ár spilað í heimalandinu og endaði ferilinn hjá Coritiba í næst efstu deild.