Jose Mourinho er sagður vera að fá nóg í Tyrklandi en hann er stjóri Fenerbahce þar í landi.
Mourinho ku vera afskaplega óánægður með stjórn félagsins sem hefur látið lítið fyrir sér fara í sumarglugganum.
Mourinho hefur enn ekki fengið inn neinn leikmann sem var á óskalista hans fyrir næsta vetur og er að missa þolinmæðina.
Goal fjallar um málið en það er ekki langt í að tyrknenska deildin sem fer af stað þann 5. ágúst næstkomandi.
Forseti Fenerbahce, Ali Koc, virðist vera með eitt markmið fyrir veturinn og er það að fá Hakan Calhanoglu frá Inter Milan.
Mourinho er til í að vinna með Calhanoglu en er afskaplega óánægður með að skiptin séu ekki gengin í gegn og það sama má segja um aðra leikmenn.