Enskir miðlar fjalla nú um það að varnarmaðurinn Rob Holding sé óvænt á leið til Bandaríkjanna.
Þetta kemur Íslendingum kannski ekki á óvart en Holding er Íslandsvinur í dag og er í sambandi með Sveindísi Jane Jónsdóttur.
Sveindís er ein af okkar bestu knattspyrnukonum en hún hefur gert samning við Angel City í Los Angeles.
Samkvæmt enskum miðlum eru góðar líkur á að Holding taki sama skref en hann er samningsbundinn Crystal Palace til 2026.
Palace hefur ekki áhuga á að nota Holding í vetur og var hann lánaður til Sheffield United seinni hluta síðasta tímabils.
Holding er 29 ára gamall en hann er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Arsenal þar sem hann lék 162 leiki.