Riyad Mahrez, fyrrum leikmaður Manchester City, er ekki sammála því að efsta deildin í Sádi Arabíu sé ein af fimm bestu deildum heims.
Það voru ummæli sem Cristiano Ronaldo lét falla á sínum tíma stuttu eftir að hafa samið í Sádi og gert samning við Al-Nassr.
Ronaldo vill meina að deildin í Sádi sé betri en til að mynda deildin í Frakklandi – eitthvað sem flestir eru ósammála.
Mahrez er sjálfur að spila í Sádi í dag en hann tekur ekki undir ummæli Ronaldo en segir þó að Sádi deildin sé á uppleið.
,,Nei ég er á því máli að bestu fimm deildirnar í Evrópu séu betri en við getum borið okkur saman við aðrar deildir,“ sagði Mahrez.
,,Við erum ekki of langt frá þessum deildum. Markmiðið er ekki að verða besta deild heims í dag, við erum að horfa fram í tímann.“