Ashley Young er sagður vera búinn að finna sér nýtt heimili og mun ekki skrifa undir samning við Watford.
Talið var að Young myndi skrifa undir samning við uppeldisfélag sitt í sumar en hann er fáanlegur á frjálsri sölu.
Young er fertugur og býr yfir gríðarlegri reynslu en hann hefur undanfarin tvö ár spilað með Everton.
Launakröfur Young voru of háar fyrir Watford og er hann þess í stað að skrifa undir hjÁ Ipswich samkvæmt TalkSport.
Ipswich er einnig í næst efstu deild Englands og stefnir á að komast aftur í úrvalsdeildina næsta vetur.