Viktor Gyokores er loksins að skrifa undir samning við Arsenal en þetta segir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Gyokores hefur verið á óskalista Arsenal í allt sumar en hann er samningsbundinn Sporting.
Önnur félög sýndu Gyokores áhuga en hann hafði aðeins áhuga á því að ganga í raðir Arsenal í sumar.
Sporting er búið að samþykkja tilboð upp á 63,5 milljónir evra en upphæðin getur hækkað um tíu milljónir.
Gyokores er mjög öflugur sóknarmaður sem hefur raðað inn mörkum í Portúgal síðustu tvö tímabil.