Real Madrid er íhuga það að rifta samningi leikmanns sem kom til félagsins frá Brasilíu árið 2020.
Sá leikmaður heitir Reinier Jesus en hann kostaði Real 30 milljónir evra og hefur aldrei spilað leik fyrir félagið.
Reinier eins og hann er yfirleitt kallaður stóð sig frábærlega sem táningur fyrir Flamengo en ferillinn hefur verið á hraðri niðurleið.
Hann lék með Granada á láni í fyrra og hefur einnig verið lánaður til liða eins og Dortmund og Girona.
Samningur Reinier rennur út 2026 en eftir fjórar misheppnaðar lánsdvalir er útlit fyrir að samningnum verði rift.