Paul Gascoigne er á bataleið en líða hans er ekki góð að sögn vinar hans sem ræddi við enska götublaðið Sun.
Gascoigne hneig niður á heimili sínu fyrir helgi og var um leið fluttur á sjúkrahús þar sem hann verður næstu daga.
Gascoigne var stórkostlegur leikmaður á sínum tíma en hefur glímt við áfengisvandamál eftir að skórnir fóru á hilluna.
Aðstoðarmaður og vinur Gascoigne, Steve Foster, kom að goðsögninni meðvitundarlausri í svefnherbergi sínu en hvað átti sér stað er ekki vitað.
,,Staða Paul er stöðug í dag en hún er ekki góð. Þetta allt saman hefur sýnt hversu elskaður hann er af aðdáendum um allan heim,“ sagði Foster.
,,Ég get ekki labbað með honum niður eina götu án þess að hann sé stöðvaður, það er bilað.“
,,Hann hefur náð góðum svefni og er á batavegi og hefur náð að borða eitthvað. Hann fær stuðning frá öllu starfsfólkinu.“