Saul Niguez er hættur við að ganga í raðir tyrknenska félagsins Trabzonspor en greint var frá því um helgina að hann væri á leið til félagsins.
Trabzonspor hafði náð samkomulagi við leikmanninn sem ákvað að hætta við á síðustu stundu sem vakti athygli.
Aðeins nokkrum klukkutímum eftir að hafa hætt við þau skipti fann Saul sér nýjan áfangastað.
Hann er nú á leið til Flamengo í Brasilíu og skrifar undir samning sem gildir til ársins 2027.
Saul var samningsbundinn Atletico Madrid í 17 ár en samningi hans var rift í sumar og er hann því frjáls ferða sinna.