Brighton er að missa lykilmann úr sínum röðum en bakvörðurinn Pervis Estupinan er á leið til Ítalíu.
Frá þessu greinir blaðamaðurinn Fabrizio Romano en hann hefur sjaldan rangt fyrir sér þegar kemur að félagaskiptum.
Milan borgar 19 milljónir evra fyrir Estupinan sem eru um 16 milljónir punda.
Talið er að hann skrifi undir fimm ára samning við Milan en hann hefur spilað með Brighton undanfarin þrjú ár.
Estupiinan var áður á mála hjá Villarreal og kostaði Brighton 15 milljónir evra fyrir þremur árum.