Birnir Breki Burknason hefur skrifað undir samning við ÍA en hann kemur til félagsins frá HK.
Þetta staðfestu bæði félög í dag en um er að ræða afskaplega efnilegan leikmann sem spilar sem vængmaður.
Þetta er liðsstyrkur sem ÍA þarf á að halda en liðið er í harðri fallbaráttu í Bestu deildinni.
Birnir er fæddur árið 2006 og gerir hann fjögurra og hálfs árs samning við ÍA eða til ársins 2029.
Birnir hefur spilað tólf leiki með HK þetta sumarið í deild og skorað í þeim tvö mörk.