Aston Villa hló að tilboði Manchester United um helgina en það síðarnefnda hefur horft til markmannsins Emiliano Martinez í allt sumar.
Samkvæmt miðlum eins og Daily Mail þá bauð United í leikmanninn en vildi fá hann á láni út tímabilið.
Stjórn Villa var steinhissa á þessu boði United og var ekki lengi að hafna en Martinez er falur fyrir um 40 milljónir punda.
Um er að ræða einn besta markvörð Evrópu en hann er 32 ára gamall og vill sjálfur komast í stærra félag.
Villa hefur hins vegar engan áhuga á að lána Martinez en mun samþykkja rétt tilboð ef það berst í þessum sumarglugga.