Marcus Rashford lenti í óheppilegu atviki um helgina er hann átti að mæta í læknisskoðun hjá Barcelona.
Rashford er við það að skrifa undir samning við Barcelona en hann gengur í raðir félagsins frá Manchester United.
Rashford þurfti að bíða heldur lengi eftir því að taka einkaþotu til Spánar vegna hljómsveitarinnar Oasis.
Oasis er nú með bókaða tónleika næstu mánuði og hafði Liam Gallagher, meðlimur sveitarinnar, bókað einkaþotu tilbúna á sama tíma.
Oasis hélt tónleika á Heaton Park í Manchester á sunnudaginn en einkaþota beið Liam á flugvellinum til að skila honum heim til Frakklands.
Rashford og hans aðstoðarmenn þurftu að keyra um 130 kílómetra á annan flugvöll svo leikmaðurinn gæti náð fluginu til Barcelona.