Mauricio Pochettino verður alls ekki lengi hjá landsliði Bandaríkjanna en þetta segir fyrrum leikmaður liðsins, Alexi Lalas.
Lalas er staðráðinn í að Pochettino verði farinn næsta sumar um leið og HM í einmitt Bandaríkjunum lýkur.
Pochettino er að reyna fyrir sér hjá landsliði í fyrsta sinn en hann hefur þjálfað nokkuð stórlið á sínum félagsliðaferli.
,,Þetta er gaur sem er að fá hvað sex milljónir dollara á ári? Þetta er gaur sem er fenginn inn í stuttan tíma og hann veit það,“ sagði Lalas.
,,Við gerum okkur g rein fyrir því og allir gera sér grein fyrir því að eftir sumarið 2026 þá er hann farinn.“
,,Hann mun fá mörg tækifæri i hendurnar svo þú þarft að gera þetta að góðri dvöl.“