Victor Osimhen verður leikmaður Galatasaray næsta vetur en þetta staðfestir blaðamaðurinn Fabrizio Romano.
Það hefur gengið erfiðlega hjá Galatasaray að ná samkomulagi við Napoli um Osimhen sem verður staðfestir á næstu 24 klukkutímunum.
Galatasaray borgar 75 milljónir evra fyrir sóknarmanninn eða 40 milljónir núna og 35 milljónir eftir eitt ár.
Um er að ræða einn öflugasta sóknarmann í Evrópu að margra mati en hann vildi ekki spila áfram á Ítalíu.
Tekið er fram að Osimhen megi ekki semja við annað ítalskt félag á næstu tveimur árum.