Wrexham er sagt vera með mikið fjármagn til að fjárfesta í framherja í sumar en blaðamaðurinn Alan Nixon greinir frá.
Wrexham er að verða ansi frægt félag um allan heim en það er í eigu Rob McElhenney og Ryan Reynolds sem eru báðir leikarar.
Samkvæmt Nixon getur Wrexham borgað tíu milljónir punda fyrir framherja í sumar og er það í raun ótrúleg upphæð fyrir lið sem er nýkomið í næst efstu deild.
Wrexham ætlar sér alla leið eftir frábæran árangur undanfarin ár en markmiðið er að koma liðinu í efstu deild.
Wrexham er nýbúið að bæta eigið félagsmet þegar kemur að félagaskiptum en Liberato Cacace gekk í raðir félagsins fyrir 2,1 milljón punda.
Næsta stjarna liðsins gæti kostað allt að fjórfalt meira og verður mjög fróðlegt að sjá hver sá maður verður.