Faðir Viktor Gyokores virðist vera afskaplega óánægður með vinnubrögð Sporting í Portúgal en þetta kemur fram í miðlinum Abola í sama landi.
Abola greinir frá því að faðir leikmannsins sé dauðhræddur um að sonur sinn fái ekki að upplifa drauminn og skrifa undir hjá Arsenal í sumar.
Sporting heldur á öllum spilunum og hefur hingað til neitað að selja Gyokores sem vill ekkert meira en að komast annað í sumar.
Fjallað hefur verið um að Arsenal hafi ekki rætt við Sporting í heila sex daga og er óvíst hvort skiptin muni ganga í gegn.
Abola segir að faðir leikmannsins, Stefan, sé miður sín yfir vinnubrögðum Sporting og biður til Guðs að lausn verði fundin áður en nýtt tímabil hefst.
Líkurnar verða minni og minni með tímanum en leikmenn Arsenal eru búnir að ferðast til Asíu og spila æfingaleik þar á miðvikudag.