Federico Chiesa var ekki valinn í leikmannahóp Liverpool sem er nú á leið í æfingaferð í Asíu.
Þetta gefur sterklega til kynna að Chiesa sé að kveðja félagið eftir að hafa komið til Liverpool í fyrra.
Ítalinn fékk afskaplega lítið að spila í vetur en hann skoraði í 5-0 sigri á Stoke í æfingaleik fyrr í sumar.
Búist var við því að Chiesa yrði hluti af 29 manna hópi Liverpool en hann fær hins vegar ekki pláss.
Chiesa er talinn vilja snúa aftur heim til Ítalíu þar sem hann lék áður með Juventus.