Al-Hilal í Sádi Arabíu er víst að undirbúa risastórt tilboð í sóknarmanninn Alexander Isak sem spilar með Newcastle.
Liverpool hefur reynt og reynt að fá Isak í sínar raðir en hann mun kosta meira en 130 milljónir punda.
Newcastle hefur engan áhuga á að selja sinn besta mann en Liverpool var tilbúið að gera hann að dýrasta leikmanni í sögu Bretlands.
Al-Hilal er forríkt félag og er tilbúið að borga töluvert meira og er jafnvel talað um 200 milljónir punda.
Isak er 25 ára gamall framherji en hann skoraði 27 mörk fyrir liðið í vetur og vann deildabikarinn með félaginu.