Yoane Wissa framherji Brentford vill fara til Tottenham þrátt fyrir mikinn áhuga hjá Newcastle þessa stundina.
Wissa vill fylgja Thomas Frank til Tottenham en stjórinn fór frá Brentford til Tottenham í sumar.
Brentford er að selja Bryan Mbeumo til Manchester United og vill félagið helst ekki missa Wissa.
Wissa var magnaður á síðustu leiktíð og steig hressilega upp eftir að Ivan Toney fór til Sádí Arabíu.
Wissa er frá Kongó en hann er 28 ára gamall framherji.