Það er ljóst hvaða liðum Valur og Víkingar mæta í næstu umferð Sambandsdeildarinnar en þau léku bæði í gærkvöldi.
Víkingar settu Íslandsmet og unnu 8-0 sigur á Malisheva en ekkert félag frá Íslandi hefur unnið stærri sigur í Evrópu.
Víkingar mæta Vllaznia í næstu umferð en það lið er frá albaníu og lagði Daugavpils í gær 4-2.
Valur vann þá Flora Tallinn nokkuð örugglega í sínu einvígi en eftir 3-0 heimasigur lauk seinni leiknum með 2-1 sigri.
Valur mun spila við Kauno Zalgiris frá Litháen sem vann lið Penybont frá Wales samanlagt, 4-1.