Erik ten Hag, stjóri Bayer Leverkusen, viðurkennir að hann sé mikill aðdáandi vængmannsins Antony en þeir þekkjast vel.
Ten Hag keypti Antony til bæði Ajax og Manchester United en Brassinn er enn á mála hjá því síðarnefnda.
Antony hefur verið orðaður við Leverkusen undanfarna daga en Ten Hag segist ekki hafa áhuga á leikmanninum eins og staðan er.
,,Hann er með mikil gæði. Ég hef keypt hann tvisvar og hann var eins og sonur minn og er það ennþá,“ sagði Ten Hag.
,,Við höfum ekki áhuga á honum eins og staðan er en við skoðum hvað gerist í framtíðinni.“