Rapparinn heimsfrægi Snoop Dogg gæti verið á leið í enska boltann en hann hefur víst áhuga á að fjárfesta í liði Swansea.
Frá þessu greinir Fabrizio Romano en þessar fréttir berast stuttu eftir að Luka Modric fjárfesti í félaginu sem er staðsett í Wales.
Modric á ekki stóran hlut í Swansea sem hefur verið í lægð undanfarin ár eftir að hafa leikið í ensku úrvalsdeildinni árið 2018.
Snoop Dogg fylgist ágætlega með fótbolta en hann ásamt öðrum fjárfestum gætu keypt nokkuð heilbrigðan hlut í félaginu.
Aðrir Bandaríkjamenn hafa verið duglegir að fjárfesta í fótboltanum á Englandi en nefna má LeBron James og J.J Watt svo eitthvað sé nefnt.
Snoop Dogg er 53 ára gamall og mun hans fjárfesting hjálpa Swansea mikið sem skilaði tapi upp á 15 milljónir punda í fyrra.