Knattspyrnufélagið ÍA hefur selt Oliver Stefánsson til pólska liðsins GKS Tychy sem leikur í næst efstu deild í Póllandi.
Oliver er uppalinn Skagamaður og snéri aftur heim á Akranes fyrir síðasta tímabil. Hann hafði áður verið hjá Breiðablik þar sem hann spilaði lítið.
Oliver fór ungur að árum til Norköpping í Svíþjóð þar sem meiðsli og veikindi gerðu honum erfitt fyrir.
Síðasti leikur Olivers í bili fyrir ÍA var 1-0 sigur á KR síðustu helgi.
Skaginn er að berjast í neðri hluta Bestu deildarinnar og ljóst að það er nokkur blóðtaka fyrir félagið að missa Oliver.