Eigendur Newcastle frá Sádí Arabíu neituðu að selja Alexander Isak þrátt fyrir að hann hafi viljað fá að ræða við Liverpool.
Liverpool hefur sýnt því áhuga á að kaupa Isak í sumar en Newcastle hefur lokað fyrir það.
Sökum þess er Liverpool að ganga frá kaupum á Hugo Ekitike framherja Frankfurt nú þegar útilokað virðist að fá Isak.
Isak skoraði 27 mörk í ensku úrvalsdeildinni í fyrra og eigendur Newcastle frá Sádí Arabíu tóku það ekki í mál að selja sinn besta mann.
Liverpool var sagt tilbúið að borga 120 milljónir punda fyrir Isak en hann fær ekki að fara.