Samkvæmt Talksport hefur Liverpool átt óformlegt samtal við Real Madrid um Rodrygo kantmann félagsins.
Real Madrid er tilbúið að selja landsliðsmann Brasilíu í sumar og Liverpool gæti látið til skara skríða.
Luis Diaz vill fara frá Liverpool í sumar en FC Bayern hefur gert eitt tilboð sem var hafnað.
Rodrygo hefur ekki fundið flugið eftir að Kylian Mbappe mætti en hann og Vini Jr eru stjörnurnar í sóknarleik liðsins.
Rodrygo fékk mjög lítið að spila á HM félagsliða en Xabi Alonso stjóri liðsins virðist ekki ætla að treysta mikið á hann.