Alisha Lehmann leikmaður Sviss fær gríðarlega athygli á Evrópumótinu þrátt fyrir að spila lítð sem ekkert, er hún skærasta stjarna mótsins utan vallar.
Lehmann hefur öðlast mikla frægð síðustu ár og stundum er talað um hana sem kynþokkafyllstu knattspyrnukonu í heimi.
„Við reynum að tryggja öryggi leikmanna,“ segir talsmaður landsliðsins í Sviss.
Sviss leikur gegn Spáni í átta liða úrslitum mótsins í dag en ekki er búist við því að Lehmann komi við sögu í leiknum.
Segir í fréttum að lífvörður fylgi Lehmann hvert fótmál á mótinu, hún verði fyrir miklu áreiti og einnig sé hatrið mikið á samfélagsmiðlum.
Lehmann er dugleg að birta myndir af sér á nærfötum eða í sundfötum og hefur oft fengið gagnrýni fyrir slíkt.
Hún gekk í raðir Juventus síðasta sumar en áður hafði hún spilað á Englandi með bæði Aston Villa og West Ham.