Reykjavíkurborg hefur farið í hart við knattspyrnufélög þar í borg sem hafa verið að selja bjór á leikjum sínum.
Þannig hafði ekki verið í boði að fá sér öl á heimaleikjum Víkings undanfarið, alveg þangað til í gær.
Meira:
Skrúfað fyrir bjórinn í Fossvogi í gær – Margir steinhissa
Frá þessu segir í Dr. Football en þar er sagt frá því að bjórinn hafi verið gefins í Víkinni í gær þegar liðið vann Malisheva í Evrópukeppni.
Víkingur vann 8-0 sigur sem er stærsti sigur hjá íslensku félagsliði í sögunni í Evrópukeppni.
Reykjavíkurborg hefur verið að krefja félögin um að sækja sér tilskyld leyfi og eru flest þeirra farin í það formlega ferli sem getur tekið langan tíma.