Það er allt klárt á milli Brentford og Manchester United, tilboð félagsins var samþykkt í dag og getur Bryan Mbeumo nú farið í læknisskoðun.
David Ornstein segir frá þessu og segir hann að kaupverðið sé 65 milljónir punda og 6 milljónir punda í bónusa.
🚨💣 BREAKING: Bryan Mbeumo to Manchester United, here we go!
Green light from Brentford and club to club agreement reached for £70m package, as @TheAthleticFC reports.
Contract agreed weeks ago with Mbeumo as he only wanted Man United move.
After Cunha, Mbeumo next for #MUFC. pic.twitter.com/BUjhywXeSS
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) July 18, 2025
Millljónirnar 65 greiðir United í fjórum greiðslum og kemur sóknarmaðurinn frá Kamerún nú á Old Trafford.
United hefur í sjö vikur verið í viðræðum við Brentford og loks nú náð samkomulagi um kaupin, langt er síðan samið var um kjör við Brentford.
Mbeumo raðaði inn mörkum fyrir Brentford á síðustu leiktíð en hann er annar leikmaðurinn sem United fær í sumar, áður hafði félagið keypt Matheus Cunha frá Wolves.