Sir Jim Ratcliffe eigandi og stjórnandi Manchester United boðaði æðstu menn félagsins til Íslands til að funda um stöðuna og hvað planið sé.
Þannig segir frá því í Athletic í dag að Omar Berrada framkvæmdarstjóri félagsins og Jason Wilcox yfirmaður knattspyrnumála séu mættir til Íslands til að funda með Ratcliffe.
Ratcliffe eyðir miklum tíma á Austurlandi þar sem hann hefur keypt mikið landsvæði og einnig á hann mikið magn af laxveiðiám hér á landi.
Einkaflugvélar hans sjást reglulega á flugvellinum á Egilsstöðum og eru merktar fyrirtæki hans, Ineos.
Fjallað hefur verið um að Ratcliffe hafi keypt landsvæði fyrir um 7 milljarða hér á landi en hann er fimmti ríkasti maður Bretlands.
Berrada og Wilcox funda nú með Ratcliffe á Íslandi þar sem reynt er að finna lausn í málum United, ekkert hefur gengið á félagaskiptamarkaðnum í sumar.
Talið er að þeir félagar hafi smíðað 70 milljóna punda tilboð United í Bryan Mbeumo sóknarmann Brentford á Íslandi í gær, ekki er komið á hreint hvort það verði samþykkt.
Wilcox og Berrada fljúga frá Íslandi í kvöld eða í fyrramálið og halda til Svíþjóðar þar sem United mætir Leeds í æfingaleik.
Sir Jim Ratcliffe, Omar Berrada + Jason Wilcox are in Iceland for face-to-face meetings. Ratcliffe likes to fish there.#MUFC business on agenda: hence Bryan Mbeumo bid.
Ruben Amorim invited but agreed he should be with team ahead of Leeds friendly ⬇️ https://t.co/q8bXAA2H0V
— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) July 18, 2025