Valur er komið áfram í næstu umferð Sambandsdeildarinnar eftir mjög sannfærandi einvígi gegn Flora Tallinn.
Seinni leikur liðanna fór fram í kvöld en Valur vann fyrri leikinn heima örugglega 3-0.
Leiknum lauk með 2-1 sigri Vals en Tryggvi Hrafn Haraldsson og Jónatan Ingi Jónsson skoruðu mörk liðsins.
Tryggvi skoraði stórkostlegt mark en hann kom boltanum í netið með spyrnu fyrir aftan miðju.
Annað íslenskt félag er í eldlínunni í kvöld en Víkingur spilar þá við Malisheva frá Kósovó og er 1-0 yfir fyrir leikinn á heimavelli.