Manchester United hefur áhuga á því að kaupa Nicolas Jackson framherja Chelsea sem er til sölu. Times segir frá þessu.
Jackson er 24 ára gamall og kemur frá Senegal en honum hefur ekki tekist að ná flugi hjá Chelsea.
Aston Villa og AC Milan eru einnig að skoða mál Jackson sem má fara eftir kaup Chelsea á Joao Pedro og Liam Delap.
Chelsea gæti notað Jackson sem skiptimynt til United en félagið vill fá Alejandro Garnacho frá United.
Garnacho má fara frá United í sumar en hann og Ruben Amorim ná ekki sama.