Svo virðist sem Liverpool ætli að bæta við sig tveimur leikmönnum áður en tímabilið í enska boltanum fer af stað.
Liverpool er á eftir miðverði og vill einnig bæta við sig sóknarmanni.
Liverpool hefur verið að eltast við Alexander Isak framherja Newcastle en skoðar einnig Hugo Ekitike hjá Frankfurt.
Þá er Marc Guehi miðvörður Crystal Palace mikið orðaður við liðið en liðinu vantar breidd í hjarta varnarinnar.
Liverpool hefur í sumar fest kaup á Florian Wirtz, Milos Kerkez og Jeremie Frimpong sem allir ættu að vera lykilmenn.
Svona gæti byrjunarlið Liverpool litið út í upphafi tímabils.