Luis Suarez, fyrrum leikmaður Liverpool, hitti annan fyrrum leikmann liðsins á æfingasvæði Inter Miami á dögunum.
Suarez hefur sjálfur greint frá en hann birti mynd af sér á samskiptamiðlum ásamt Fernando Torres.
Báðir leikmenn voru frábærir framherjar fyrir Liverpool á sínum tíma en náðu þó aldrei að leika saman fyrir félagið.
Suarez er enn að spila og leikur með Miami en Torres er hættur og einbeitir sér að þjálfun í dag.
Stuðningsmenn Liverpool höfðu mjög gaman að þessari mynd en hana má sjá hér fyrir neðan.
Con un crack, una leyenda: @Torres 🤯9️⃣⚽️ pic.twitter.com/PZEjPOFbW7
— Luis Suárez (@LuisSuarez9) July 15, 2025