Tryggvi Hrafn Haraldsson skoraði stórbrotið mark í kvöld í leik sem fór fram í Sambandsdeildinni.
Tryggvi og hans félagar í Val unnu Flora Tallinn 2-1 á útivelli eftir að hafa unnið fyrri leikinn 3-0 heima fyrir.
Framherjinn skoraði mark frá miðju í leiknum en hann kom liðinu yfir eftir um hálftíma.
Markið var magnað eins og má sjá hér.