Besiktas í Tyrklandi er búið að rifta samningi miðjumannsins Alex Oxlade-Chamberlain en frá þessu greina tyrknenskir miðlar.
Oxlade-Chamberlain hefur verið orðaður við endurkomu til Englands eftir að hafa spilað með Liverpool og Arsenal þar í landi.
Englendingurinn spilaði 50 leiki og skoraði fimm mörk í Tyrklandi en hann glímdi við nokkur meiðsli á tíma sínum þar.
Oxlade-Chamberlain var einn launahæsti leikmaður Besiktas en hann kom til félagsins frá Liverpol 2023.
Hann er orðaður við nokkur félög á Englandi en aðallega Leeds sem er komið aftur í ensku úrvalsdeildina.